Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helgi Jónas góður í því að fela púlið
Miðvikudagur 30. nóvember 2011 kl. 16:22

Helgi Jónas góður í því að fela púlið

Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri.

„Við erum alveg niðri á jörðinni fullmeðvitaðir um það að við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Liðsvörnin okkar er mjög öflug en við erum búnir að vera að vinna í henni í fyrra og svo hefur verið framhald á því á þessu ári,“ segir Páll Axel í viðtali við vefsíðu Vísis í dag en lesa má viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024