Helga Valdimarsdóttir bjartsýn
Um helgina sat Helga Valdimarsdóttir ásamt fleirum á biðstofu heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem krafist var svara frá Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra HSS um stöðu ástandsins í læknamálum. Helga sagði í samtali við Víkurfréttir að Sigríður hafi heimsótt sig og skýrt henni frá stöðu mála: „Sigríður upplýsti mig um hvernig staðan er í þessum málum. Það er greinilegt að hún er að vinna ötullega að lausn þessara mála og ef hennar áætlanir ganga eftir verðum við Suðurnesjamenn í góðum málum með góða heilsugæslu. Hún ætlar að leyfa mér að fylgjast með hvernig þessi mál ganga,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir.