Helga Þórsdóttir ráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar
Helga Þórsdóttir hefur verið ráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar. Hún mun hefja störf í byrjun febrúar.
Helga er með brottfararpróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa lokið M.A. í myndlist frá De l'ecole Nationale d'Arts de Cergy-Pontoise Mention og M.A. í menningarfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig stundað nám í innanhúsarkitektúr í Frakklandi og leiðsögu í Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi.
Hún hefur starfað í Byggðasafni Vestfjarða frá árinu 2016 m.a. sem forstöðukona. Þá hefur hún einnig komið víða við í sýningarstjórn og textaskrifum um myndlist.