Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helga líður vel á sjúkrahúsinu
Miðvikudagur 7. júlí 2004 kl. 17:55

Helga líður vel á sjúkrahúsinu

Helgi Einar Harðarson hjartaþegi braggast vel á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Á mánudag voru tekin 8 sýni úr hjarta Helga og var niðurstaðan úr þeirri sýnatöku mjög jákvæð. Næstu daga verður tekin ákvörðun um hvort Helgi verði útskrifaður af sjúkrahúsinu. „Þegar ég verð útskrifaður verð ég tíður gestur á göngudeildinni. Annars líður mér mjög vel og finn varla fyrir hjartaskurðinum. Það er smá bólgur við nýrnaskurðinn en læknarnir segja að það sé eðlilegt,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir.
Læknar á sjúkrahúsinu eru undrandi á hröðum bata Helga Einars en tiltölulega fáir gangast undir hjartaaðgerðir í annað sinn á hverju ári. Helgi Einar vill koma á framfæri þakklæti til Icelandair og þá sérstaklega Sigurðar Helgasonar forstjóra félagsins og eiginkonu hans, en þau höfðu milligöngu um að útvega fjölskyldu Helga Einars flugmiða til Gautaborgar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024