Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helga Kristjánsdóttir bæjarlistamaður Grindavíkur 2016
Ljósmynd: Guðfinna Magnúsdóttir.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 11:09

Helga Kristjánsdóttir bæjarlistamaður Grindavíkur 2016

Helga Kristjánsdóttir listmálari hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent í Menningarviku Grindavíkur sem verður dagana 12.-20. mars nk.

Helga steig sín fyrstu spor í myndlistinni 1995 í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðar í Myndlistaskólanum í Kópavogi. Þá tók hún þátt í Master Class hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. Árið 2002 flutti hún til Barcelona og lærði þar málaralistina í Escola Masssana centre d'Art Disseney. Hún tók einnig þátt í vinnustofum með Cynthia Packard í Boston 2008 og með Serhiy Savchenko í Úkraníu 2010.

Árið 2015 fór Helga til Slóveníu til að læra grafík hjá Eduard Belsky og Vasil Savchenko. Í framhaldi af því var henni boðið að taka þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá 10 þjóðum og var haldin í júní í fyrra. Í dag rekur Helga Art Gallery 101 á Laugarvegi 44 með 13 konum . Vinnustofa Helgu er að Vörðusundi 1 í heimabænum Grindavík.

Helga hreyfst snemma af abstrakt málaralist og hefur einbeitt sér að kröftugum og litríkum verkum, innblásin af krafti íslenskrar náttúru og landslags. Hún hefur aðallega unnið með olíu á striga en einnig með önnur form. Hún hefur bæði haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, m.a. í Menningarviku Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024