Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heldur hlýnandi veður
Miðvikudagur 18. apríl 2007 kl. 08:53

Heldur hlýnandi veður

Í morgun kl. 06 var norðvestlæg átt, 3-8 m/s. Dálítil él eða skúrir um vestan- og norðanvert landið en þurrt suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 3 stig á norðanverðu landinu en 0 til 4 stiga hiti sunnanlands.

Yfirlit
Vaxandi 1004 mb lægð SSA af Jan Mayen þokast A. Yfir vestanverðu Grænlandi er 1033 mb hæð sem þokast í SA.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Gengur í norðan 5-13 m/s með éljum fyrir norðan. Hægari síðdegis, úrkomulítið og léttir víða til. Frostlaust sunnanlands en annars vægt frost. Hægt og kalt veður í nótt. Hæg vestlæg átt á morgun og hlýnar. Þykknar upp vestanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn
Hæg vestanátt og stöku él. Norðan 5-13 um hádegi og léttir til, hvassast vestantil. Hægari í kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í nótt. Hæg vestlæg átt á morgun, skýjað með köflum og heldur hlýnandi.



Mynd: Svona var umhorfs í morgun utan við höfuðstöðvar Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024