Heldur hefur dregið úr krafti gossins í nótt
Eldgos hófst í gærkvöldi um kl. 22:17. á Sundhnúkagígaröðinni austan við Sýlingarfell. Aðdragandi gossins var kröftug jarðskjálftahrina sem sem hófst rétt fyrir kl. 21 í gærkvöldi.
Kröftug strókavirkni var í upphafi goss, gosórói var greinanlegur og talsverð skjáltavirkni var einnig yfir kvikuganginum.
Heldur hefur dregið úr krafti gossins í nótt, einnig hefur dregið úr skjálftavirkni og aflögun.
Sprungan er alls um 4 km löng og er norðurendi sprungunnar rétt austan við Stóra-Skógfell og syðri endinn rétt austan við Sundhnúk. Fjarlægðin frá syðri endanum að jaðri Grindavíkur er tæpir 3 km.
Veðurstofan mun funda með Vísindaráði Almannavarna kl: 09:30, segir á vef Veðurstofunnar.