Heldur hægari í nótt og á morgun
Norðaustan 8-10 m/s og léttir til við Faxaflóa. Heldur hægari í nótt og á morgun. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-10 og bjart með köflum. Heldur hægari í nótt og á morgun. Hiti 11 til 14 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg breytileg átt víða léttskýjað og fremur hlýtt, en stöku skúrir S-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins V-til.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri og áfram hlýtt í veðri.