Héldu til Reykjavíkur á baráttufund
Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Reykjavíkur á baráttufundi í tilefni af kvennafrídeginum. Konur allstaðar á landinu lögðu niður vinnu kl. 14.08 í dag og var Reykjanesbær engin undantekning.
Ljósmyndari Víkurfréttta hitti fyrir stóran hóp kvenna sem gekk út af bæjarskrifstofum og Spraisjóðnum við Tjarnargötu og stigu upp í rútur sem fluttu þær til höfuðborgarinnar. Þar geta þær staðið með kynsystrum sínum sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna og fyrir afnámi kynjabundins launamisréttis.






