Héldu til Reykjavíkur á baráttufund
Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Reykjavíkur á baráttufundi í tilefni af kvennafrídeginum. Konur allstaðar á landinu lögðu niður vinnu kl. 14.08 í dag og var Reykjanesbær engin undantekning.
Ljósmyndari Víkurfréttta hitti fyrir stóran hóp kvenna sem gekk út af bæjarskrifstofum og Spraisjóðnum við Tjarnargötu og stigu upp í rútur sem fluttu þær til höfuðborgarinnar. Þar geta þær staðið með kynsystrum sínum sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna og fyrir afnámi kynjabundins launamisréttis.
Ljósmyndari Víkurfréttta hitti fyrir stóran hóp kvenna sem gekk út af bæjarskrifstofum og Spraisjóðnum við Tjarnargötu og stigu upp í rútur sem fluttu þær til höfuðborgarinnar. Þar geta þær staðið með kynsystrum sínum sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna og fyrir afnámi kynjabundins launamisréttis.