Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Héldu að flugeldur hefði sprungið í farþegavél
Laugardagur 16. október 2010 kl. 18:34

Héldu að flugeldur hefði sprungið í farþegavél

Vart varð við reyk um borð í farþegaflugvél United Airlines nú síðdegis þegar flugvélin var stödd undan Íslandsströndum. Í fyrstu var talið að flugeldur hafi verið sprengdur um borð en brunalyktin sem fannst var svipuð og af púðurbruna. Það reyndist ekki rétt og er talið að loftræstikerfi sem slökkt var á í fluginu sé sökudólgurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Flugstjóri vélarinnar, sem er af gerðinni Boeing 777, lenti í Keflavík nú síðdegis með 285 farþega um borð. Vélin var á leið frá London til San Francisco. Óvissustigi hafði verð lýst um borð vegna reyks í farþegarýminu.

 Flugvélin er núna á svokölluðu austursvæði Keflavíkurflugvallar en farþegarnir voru látnir yfirgefa vélina og fluttir í Leifsstöð, þar sem þeir bíða þess sem verður.

 Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir að fólk um borð hafi talið að flugeldur hafi sprungið. Slökkviliðsmenn og flugvirkjar hafi hins vegar skoðað vélina mjög vel og finni engin merki um flugeld. Hins vegar sé loftræstikerfi vélarinnar grunað um að hafa sent frá sér óþef og reyk.

 

Flugvél United, þessi aftari, á Keflavíkurflugvelli nú í ljósaskiptunum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi