Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hel, ný íslensk ópera
Fimmtudagur 14. maí 2009 kl. 08:58

Hel, ný íslensk ópera

Ný íslensk ópera byggð á samnefndri sögu Sigurðar Nordal Sagan Hel er samin upp úr hugleiðingum Sigurðar Nordals um Einlyndi og Marglynd.

Sagan segir af manni sem heitir Álfur og er frá Vindhæli. Álfur er persónugervingur hinnar mannlegu viðleitni til að finna lífinu tilgang. Af ótta við að glata sjálfum sér í alls kyns fjötra, hvort sem þeir eru úr járni eða rósum, yfirgefur hann ástkonu sína og heldur í ferðalag að leita gæfunnar. ?Álfur: Ég leita gæfunnar, og finn hana þegar ég missi hennar, því sjálf leitin er gæfan.

Það er sviðslistahópurinn Hr. Níels sem setur upp óperuna. Aðstandendur: Tónlist: Sigurður Sævarsson, ?leikstjóri: Ingólfur Níels Árnason. ?Söngvarar: Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir og kór. ?Hljóðfæraleikur: Caput-hópurinn.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024