Heitt vatn tekið að steyma í tankana á Fitjum
Hitaveitan í gang í dag
Nú er viðgerð lokið á hitaveituæðinni frá Svartsengi og heitt vatn farið að steyma í tankana á Fitjum. Starfsmenn HS Veitna undirbúa nú áhleypingu inn á kerfið og geta viðskiptavinir vænst þess að heitt vatn fari að streyma á næstu klukkustundum.
Starfsmenn HS Veitna munu vinna þrotlaust að því að koma heitu vatni á allt svæðið á næsta sólahring.
Húseigendur eru hvattir til að vitja eigna sinna meðan hitaveitan kemst í gang.
Frá þessu er greint á vef HS Veitna, frekari upplýsingar munu berast frá HS Veitum og eru viðskiptavinir hvattir til að fylgjast vel með.