Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heitavatnsleysið getur varað fram á nóttina
Miðvikudagur 2. desember 2009 kl. 17:15

Heitavatnsleysið getur varað fram á nóttina

Íbúar í Sandgerði og Garði verða að búa við heitavatnsleysi fram eftir kvöldi eða jafnvel fram á nóttina. Stofnæð fyrir heitt vatn í Garð og Sandgerði sprakk í dag á Miðnesheiði. Umfangið er mikið og þarf að tæma 300 mm einangrða pípu á 1500 metra kafla áður en vinna við skemmdina getur hafist.


Að sögn Víðis Jónssonar, verkefna- og kynningarstjóra hjá HS Veitum hf. þarf að skipta um þann hluta lagnarinnar sem sprakk. Þegar það hefur verið gert þarf að fylla lögnina að nýju og lofttæma hana áður en heitu vatni verður hleypt á byggðarlögin aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Íbúar í Sandgerði og Garði geta þakkað fyrir að það hefur hlýnað í veðri í dag en í gær fór frostið niður undir -10 gráður. Heit sturta verður hins vegar að bíða til morguns.



Mynd: Frá Miðnesheiði. Á þessu svæði er heitavatnslögn sprungin og viðgerð tekur lengri tíma en ætlað var í upphafi. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson