Fréttir

Heitavatnslaust í efri byggð Keflavíkur, Sandgerði og Garði
Heitavatnsleysið nær til Sandgerðis og Garðs.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 13:17

Heitavatnslaust í efri byggð Keflavíkur, Sandgerði og Garði

Heitavatnslaust er nú í efri byggð Keflavíkur, í Garði og Sandgerði eftir að þrýstingur féll á kerfinu. 

Í svari frá HS Veitum segir: „Við þær aðstæður sem nú eru í hitaveitunni, eftir að hraunrennsli skemmdi hitaveituæðina frá Svartsengi til Fitja, næst ekki að halda fullum þrýstingi í þeim hverfum sem lengst eru frá dælustöð. Hefur það þær afleiðingar í för að á sumum svæðum er þegar farið að bera á minna heitavatns rennsli, svo sem í Garði, Sandgerði, í efri byggðum Keflavíkur, í innri Njarðvík og í Vogum.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024