Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. febrúar 2002 kl. 22:31

Heitar umræður um fjármál á aðalfundi Keflavíkur

Mjög heitar umræður eiga sér stað um fjármál á aðalfundi Keflavíkur sem nú stendur yfir í Kirkjulundi í Keflavík. Þórður M. Kjartansson gjaldkeri Keflavíkur fór yfir reikninga félagsins og fjallaði um skuldir deildanna á „íslensku“ eins og fundarstjóra varð á orði. Pistinn Þórðar fór mjög fyrir brjóstið á Rúnari Arnarsyni hjá knattspyrnudeild og vandaði hann Þórði ekki kveðjurnar. Hrannari Hólm líkaði heldur ekki ræða Þórðar þó svo hann tæki ekki jafn djúpt í árinni og Rúnar.Á fundinum kom fram að skuldir deildanna um áramót eru um 83 milljónir króna en eignir eru ríflega 60 milljónir. Umræður urðu þó ekki meiri undir þessum dagskrárlið og reikningar og fjárhagsáætlun Keflavíkur voru samþykktir án mótmæla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024