VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Fimmtudagur 7. júní 2001 kl. 11:02

Heimsþekktur predikari í Keflavík í kvöld

Hinn heimsþekkti prédikari Loren Cunningham, mun prédika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 19.00. Loren Cunningham er einn af stofnendum Youth With A Mission (Ungt fólk með hlutverk). Hreyfingin er stærsta kristniboðshreyfing í heimi og starfar bæði að kristniboði og hjálparstarfi víðs vegar um heiminn.
Loren Cunningham er prédikari sem ferðast á milli landa til að prédika og hefur hann heimsótt allar þjóðir heims og m.a. hitt marga þjóðarleiðtoga. Einnig hefur hann talað á þjóðarráðstefnum víðs vegar. Hann hefur skrifað margar bækur og fjallar nýjasta bók hans sérstaklega um þjónustu kvenna í kristniboði og hjálparstarfi.
Með Cunningham í för er maður að nafni Dan Bolhman. Dan Bolhman hefur starfað bæði í Afghanistan og Íran og á hann sér merkilega sögu. Hann sat í fangelsi þar og ætlar hann að segja frá reynslu sinni þaðan. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri. Athugið að samveran hefst kl. 19.00
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25