Heimsþekktur predikari í Keflavík í kvöld
Hinn heimsþekkti prédikari Loren Cunningham, mun prédika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 19.00. Loren Cunningham er einn af stofnendum Youth With A Mission (Ungt fólk með hlutverk). Hreyfingin er stærsta kristniboðshreyfing í heimi og starfar bæði að kristniboði og hjálparstarfi víðs vegar um heiminn.
Loren Cunningham er prédikari sem ferðast á milli landa til að prédika og hefur hann heimsótt allar þjóðir heims og m.a. hitt marga þjóðarleiðtoga. Einnig hefur hann talað á þjóðarráðstefnum víðs vegar. Hann hefur skrifað margar bækur og fjallar nýjasta bók hans sérstaklega um þjónustu kvenna í kristniboði og hjálparstarfi.
Með Cunningham í för er maður að nafni Dan Bolhman. Dan Bolhman hefur starfað bæði í Afghanistan og Íran og á hann sér merkilega sögu. Hann sat í fangelsi þar og ætlar hann að segja frá reynslu sinni þaðan. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri. Athugið að samveran hefst kl. 19.00
Loren Cunningham er prédikari sem ferðast á milli landa til að prédika og hefur hann heimsótt allar þjóðir heims og m.a. hitt marga þjóðarleiðtoga. Einnig hefur hann talað á þjóðarráðstefnum víðs vegar. Hann hefur skrifað margar bækur og fjallar nýjasta bók hans sérstaklega um þjónustu kvenna í kristniboði og hjálparstarfi.
Með Cunningham í för er maður að nafni Dan Bolhman. Dan Bolhman hefur starfað bæði í Afghanistan og Íran og á hann sér merkilega sögu. Hann sat í fangelsi þar og ætlar hann að segja frá reynslu sinni þaðan. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri. Athugið að samveran hefst kl. 19.00