Heimspressan í Bláa lóninu
Mikill fjöldi erlendra fjölmiðlamanna voru á blaðamannafundi í Bláa lóninu í dag í tengslum við ráðstefnu norrænna forsætisráðherra og leiðtoga norrænna sjálfsstjórnarsvæða sem þar er haldin. Ásamt þeim sækja ráðstefnuna forystumenn atvinnulífs á Norðurlöndum, fulltrúar fjölmiðla, borgarsamtaa og rannsóknarstofnana, alls um 160 gestir.
Heimskreppan og efnahagshrunið var mál málanna á fundinum í dag, eins og við mátti búast.
Tengd frétt:
Norrænir leiðtogar funda í Bláa Lóninu
--
VFmyndir/elg.