Heimsóttu fyrirtæki á Suðurnesjum
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferð um Suðurnes ásamt Oddnýju Harðardóttur þingkonu og bæjarfulltrúum í því sveitarfélagi sem hann hefur heimsótt. Þar heimsóttu þau fyrirtæki og stofnanir. Í haust hefur forysta Samfylkingarinnar farið víða um land og haldið opna fundi undir orðunum „Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?“.
Árni Páll og Oddný heimsóttu höfuðstöðvar Víkurfrétta á ferð sinni um Reykjanesbæ fyrir helgina. Með þeim voru einnig bæjarfulltrúarnir Eysteinn Eyjólfsson og Friðjón Einarsson.
Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.
VF-mynd: Hilmar Bragi