Heimsóknir ekki leyfðar á D-deild HSS og í Víðihlíð
Frá og með deginum í dag, 29. október, og um óákveðinn tíma, eru heimsóknir á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, (D-deild HSS) og Víðihlíð í Grindavík ekki leyfðar, sökum fjölgunar Covid-smita í samfélaginu, meðal annars hjá viðkvæmari hópum.
Aðstandendur sjúklinga/íbúa eru hvattir til að nýta sér rafrænar lausnir til að eiga samskipti við sína nánustu og hafa samband við starfsfólk deildanna ef með þarf. Tækjabúnaður er til staðar á HSS fyrir þá sem þess þurfa, eftir höfðinglegar gjafir til stofnunarinnar síðasta vor.
Víðihlíð í Grindavík.