Heimsækja 75 ára og eldri
Kvennadeildin Dagbjörg og Slysavarnafélagið Landsbjörg munu á laugardaginn, þann 4. febrúar, kl. 10-16 standa fyrir átaki í Reykjanesbæ þar sem allir sem eru 75 ára og eldri verða heimsóttir. Munu þeir annars vegar fá merkingu á síma og hins vegar forvarnablaðið „Örugg efri ár“. Þar er meðal annars gátlisti sem má nota til að kanna ástand öryggismála á heimilum.
Í samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja þá munu konurnar í kvennadeildinni einnig yfirfara reykskynjara og þar sem ekki eru skynjarar eða rafhlöður í þá til staðar, munu Brunavarnir Suðurnesja gefa skynjara.
Þeir sem eru 75 ára og eldri í Reykjanesbæ eru hvattir til að taka vel á móti Dagbjargarkonum á laugardaginn.
Í samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja þá munu konurnar í kvennadeildinni einnig yfirfara reykskynjara og þar sem ekki eru skynjarar eða rafhlöður í þá til staðar, munu Brunavarnir Suðurnesja gefa skynjara.
Þeir sem eru 75 ára og eldri í Reykjanesbæ eru hvattir til að taka vel á móti Dagbjargarkonum á laugardaginn.