Heimreiðin ekki á ábyrgð bæjarins
– íbúar sendu bæjaryfirvöldum undirskriftir og óskuðu eftir íbúafundi
Íbúar við Hlíðarveg 12-88 í Njarðvík hafa óskað eftir að Reykjanesbær geri við heimreiðar við raðhúsin. Með ósk um þetta fylgdi undirskriftalisti íbúa ásamt skýringum með beiðninni.
Íbúarnir óskuðu einnig eftir íbúafundi þar sem svör verði gefin varðandi málið.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnar erindinu þar sem heimreiðirnar eru innan lóðamarka raðhúsanna. Framkvæmdastjóra og formanni er jafnframt falið að funda með fulltrúum íbúa og gera grein fyrir málinu.