Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimilt að nota fjarfundabúnað
Laugardagur 21. ágúst 2021 kl. 07:16

Heimilt að nota fjarfundabúnað

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með vísan til sveitarstjórnarlaga og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar.

Heimildin tók gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021 og var samþykkt með öllum atkvæðum en vísað er til starfhæfi og ákvarðanatöku sveitarstjórna vegna COVID-19.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er vakin athygli sveitarstjórna á nýju heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga og hvetur þau sveitarfélög, sem hyggjast nýta sér það, að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október næstkomandi.