Heimilisófriður og umferðarlagabrot í gær
Tiltölulega rólegt var á dagvaktinni hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum í gær. Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar og einn var stöðvaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldumerki. Þá var lögregla kvödd í heimahús vegna heimilisófriðar.






