Heimilisofbeldi í Keflavík
Til átaka kom milli heimilisfólks í íbúð í Keflavík í nótt og var lögregla kölluð á vettvang. Þar var ölóður húsbóndi og tveggja ára barn, en húsmóðirin var flúin. Maðurinn vfærður í fangageymslur en barninu komið í umsjá barnaverndarnefndar.
Þá hafði lögreglan afskipti af manni sem laumast hafði inn í íbúð fyrrverandi sambýliskonu sinnar þaðan sem hann tók sitthvað ófrálsri hendi. Lögreglan hafði upp á honum og eru hlutirnir komnir til skila.
Visir.is greinir frá þessu.