Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimildarmynd um Bítlabæinn Keflavík
Mánudagur 18. apríl 2005 kl. 13:39

Heimildarmynd um Bítlabæinn Keflavík

Á föstudaginn var frumsýnd 102 mínútna heimildamynd um Bítlabæinn Keflavík eftir Þorgeir Guðmundsson.

Myndin fjallar um upphaf og viðgang popptónlistar og poppmenningar á Íslandi og er drifin áfram af aðalsöguhetjunni Rúnna Júll, sem fagnaði sextugsafmæli sínu með rokkveislu á dögunum.

Aðrar veigamiklar persónur í myndinni eru Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Þorsteinn Eggertsson, Engilbert Jensen, Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Þórir Baldursson, Larry Otis ofl.

Fjallað er um uppgang Hljóma sem helstu merkisbera nýrrar dægurmenningar á landinu á sjöunda áratugnum og þróun þeirra, vexti og viðgangi fylgt allt þar til minnismerki um þá er opinberað í Reykjanesbæ í tilefni af 40 ára tónlistarafmæli sveitarinnar.

Fyrirtækið Glysgirni framleiðir myndina.

www.reykjanesbaer.is

Skemmtileg lýsing á myndinni.

Vf-myndir/Héðinn: Rúnar sjálfur var mættur í Sam-bíóin í Keflavík á frumsýninguna.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024