Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimila ekki endurbyggingu á ákveðnum íbúðahúsalóðum í Grindavík
Víkurbraut í Grindavík. Mynd: Golli
Föstudagur 29. desember 2023 kl. 16:02

Heimila ekki endurbyggingu á ákveðnum íbúðahúsalóðum í Grindavík

Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt að heimila ekki endurbyggingu á ákveðnum íbúðahúsalóðum fyrr en hættumat liggur fyrir og endurskoðun hefur farið fram á skipulagsskilmálum fyrir þessar lóðir. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Ákvörðun bæjarstjórnar hefur þá þýðingu að NTÍ mun falla frá viðgerðar- og endurbyggingarskyldu sem annars hvílir á eigendum húseigna þegar meiriháttar tjón verður. Bætur verða því greiddar beint til tjónþola í samræmi við umfang skemmda á hverri eign og ekki verður gerð krafa um að nýtt hús verð byggt á viðkomandi lóðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í bókun bæjarstjórnar um málið er tekið fram að ekki sé um endanlegan lista um altjón að ræða heldur muni NTÍ halda áfram að taka á móti tilkynningum um tjón vegna jarðhræringa og frekari skemmdum á fasteignum sem geti enn átt eftir að koma í ljós.

Um er að ræða eftirtaldar íbúðarhúsalóðirnar með eignum sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum:

Austurvegur 20
Víkurbraut 30
Víkurbraut 32
Víkurbraut 34
Víkurbraut 36
Víkurbraut 38
Víkurbraut 40
Víkurbraut 42
Víkurbraut 48
Víkurbraut 50
Garður
Víkurhóp 8
Túngata 25

Bæjarstjórn lagði einnig áherslu í bókun sinni á að fundin verði viðunandi lausn varðandi eignir sem ekki eru altjón en standa á ofangreindum lóðum.