Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimatónleikar í gamla bænum endurteknir á Ljósanótt
Miðvikudagur 17. ágúst 2016 kl. 09:03

Heimatónleikar í gamla bænum endurteknir á Ljósanótt

-miðasala hafin á tix.is

Heimatónleikar í gamla bænum verða endurteknir á Ljósanótt enda óhætt að segja að framtakið hafi slegið í gegn á síðasta ári.

Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir Heima í gamla bænum og verða nú tónleikar í fimm húsum.
Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00 þar sem hver hljómsveit leikur tvisvar sinnum. Gestir geta því gengið á milli og fengið brot af öllu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Eftirtaldir listamenn hafa staðfest komu sína: Berndsen & Hermigervill, Elíza Geirsdóttir Newman, Jón Jónsson, Markús & The Diversion Sessions og Ylja.

Á síðasta ári var uppselt enda takmarkað miðaframboð og mæla skipleggjendur því með því að fólk tryggi sér miða í tæka tíð. Miðaverð er kr. 2.500 og er miðasala hafin á tix.is.

Gestir fá armband til að rölta á milli húsa og kort af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma. Hægt er að sækja armband og kort gegn kvittun af Tix frá og með 29. ágúst. 

Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Kosmos & Kaos, Ungó, Ölgerðin, Dacoda, Íslandsbanki, Soho veitingar og K. Steinarsson.

 

Tengdar fréttir