Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimatilbúin flugeldasprengja fannst við vatnstankinn í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 27. september 2020 kl. 19:10

Heimatilbúin flugeldasprengja fannst við vatnstankinn í Keflavík

Heimatilbúin sprengja samsett úr flugeldum fannst við vatnstankinn ofan Háaleitis í Keflavík í dag. Lögreglunni barst ábending frá vegfaranda um málið.

Lögreglan á Suðurnesjum tók sprengjuna og sagði foreldrum að brýna fyrir börnum sínum hversu hættulegt það væri að eiga við flugvelda líkt og hér var gert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Einnig geta gamlir flugeldar sem hafa ekki verið geymdir við réttar aðstæður reynst mjög varasamir. Förum gætilega með flugelda, alltaf,“ segir lögreglan.