Heilsuvika í Reykjanesbæ: Viltu taka þátt?
Reykjanesbær mun standa fyrir heilsuviku dagana 6. - 12. október n.k. þar sem lögð verður áhersla á þátttöku sem flestra í bæjarfélaginu.
Heilsuvikan er í samræmi við heilsustefnu Reykjanesbæjar en meginmarkmið hennar er að stuðla að aukinni andlegri og líkamlegri vellíðan starfsfólks og auknum lífsgæðum. Samkvæmt stefnunni er gert ráð fyrir að haldin verði heilsuvika einu sinni á ári þar sem boðið verður upp á fræðslu um heilsutengd málefni og ýmsar aðrar uppákomur.
Starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar hefur umsjón á framkvæmd heilsuvikunnar í samvinnu við forstöðumenn stofnana og er nú leitað eftir þátttöku fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga í Reykjanesbæ.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að senda póst á netfangið: [email protected] fyrir 1. september n.k.