Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsustígar tengdir Strandleiðinni
Föstudagur 10. maí 2013 kl. 09:48

Heilsustígar tengdir Strandleiðinni

Heilsustígar í Reykjanesbæ eru meðal áhersluverkefna bæjarfélagsins á þessu ári. Þetta kom m.a. fram á íbúafundi með bæjarstjóranum sem haldinn var í Keflavík á miðvikudag.

Hugmyndin er að tengja hringleiðir við göngu- og hjólreiðastíga sem nú liggja meðfram allri strandlengjunni í Keflavík og Njarðvík. Á þessum hringleiðum, verður komið fyrir einföldum æfingatækjum, sem þola íslenskt veðurfar, svo göngumenn geti gripið til þeirra og notið alhliða líkamsþjálfunar á hressingargöngu sinni.

„Þessa hressingu geta allir nýtt sér óháð efnahag og það er mjög ánægjulegt að finna að stöðugt fleiri nýta sér gönguleiðirnar meðfram ströndinni, enda strandlengjan orðin hin fallegasta. Með þessu móti eru tengingarnar úr íbúahverfunum skýrari og auðvelt að ganga nýjar leiðir til tilbreytingar“ segir Árni.

Fyrir er mikið af göngustígum í Reykjanesbæ en með þessu verða þeir betur tengdir við meginæðina við ströndina.

Næsti íbúafundur bæjarstjóra verður í kvöld kl. 20 í Heiðarskóla.  Síðasti fundurinn á þessu vori verður svo haldinn á Ásbrú n.k. mánudagskvöld, í Háaleitisskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024