Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsuleikskólinn Heiðarsel 25 ára
Ólöf og Sigríður hafa starfað í Heiðarseli í aldarfjórðung. Mynd/reykjanesbær.
Mánudagur 12. október 2015 kl. 09:40

Heilsuleikskólinn Heiðarsel 25 ára

Heilsuleikskólinn Heiðarsel í Reykjanesbæ fagnaði 25 ára afmæli sl. föstudag. Margt var til gamans gert á afmælisdaginn, m.a. farið í skrúðgöngu um hverfið undir trumbuslætti.

Tveir af starfsmönnum skólans, þær Ólöf Sigurrós Gestsdóttir leikskólakennari og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir matartækir, voru heiðraðar á afmælisdaginn en þær hafa verið starfsmenn frá opnun skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024