Heilsuhúsið styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja
Heilsuhúsið hefur opnað verslun að Hringbraut 99 í Keflavík, þar sem Lyfja rak áður verslun sína. Í tilefni af opnuninni afhenti Heilsuhúsið peningastyrk til Velferðarsjóðs Suðurnesja að upphæð 150.000 krónur. Það var Sigubjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju hf., sem afhenti séra Skúla S. Ólafssyni frá Velferðarsjóði Suðurnesja styrkinn. Með þeim á myndinni eru Bryndís Líndal, umsjónarmaður verslunar Heilsuhússins í Reykjanesbæ og Jóhanna Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Heilsuhússins.
Í Heilsuhúsinu er á boðstólnum breið lína af heilsuvörum og bætiefnum ýmiskonar, auk hreinlætisvöru og húðvöru.