Heilsuhlaupið í kvöld
Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður í kvöld kl.19.00.
Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Hægt verður að velja á milli tveggja vegalengda þ.e. 3,5 km. og 7,0 km. Upphitun verður á vegum Perlunnar kl. 18.45 á planinu við Holtaskóla.
Skráning er við Sundmiðstöðina í dag frá kl. 17.00. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri, en 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í verði. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í báðum vegalengdum. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening, taka þátt í happdrætti og fá frítt í sund á eftir í Sundmiðstöðinni.
Íslandsbanki er styrktaraðili heilsuhlaupsins og fleiri fyrirtæki hafa gefið góða happdrættisvinninga. Suðurnesjabúar komið og verið með hvort sem er til að hlaupa, skokka eða ganga.
Krabbameinsfélag Suðurnesja