Heilsugæslunni í Sandgerði lokað
Í gærmorgun unnu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við að flytja húsbúnað og tæki úr Heilsugæslunni í Sandgerði.
Að loknum flutningi afhenti fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja formanni Sóknarnefndar lykla af húsnæðinu sem hefur verið í leigu í 10 ár. Með þessum flutningi er starfsemi Heilsugæslunnar hætt í Sandgerði og óvíst hvort hún opnar aftur, en í Vörðunni er tilbúið glæsilegt húsnæði fyrir Heilsugæsluna.
Það húsnæði sem nú losnar í Safnaðarheimilinu verður notað fyrir Safnaðarstarfið.
Frá þessu er greint á samfélagsvefnum 245.is í Sandgerði.
Mynd: Reynir Sveinsson | [email protected]