Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsugæslan aðeins opin hálfan daginn
Fimmtudagur 19. febrúar 2009 kl. 08:39

Heilsugæslan aðeins opin hálfan daginn



Frá og með 1. júní næst komandi verður heilslugæslustöðin í Grindavík einungis opin hálfan daginn á virkum dögum og starfshlutfall starfsfólks skert um 50%. Starfsfólki stöðvarinnar var tilkynnt þetta í síðustu viku.
Laufey S. Birgisdóttir, hjúkrunarforstjóri, segir aðspurð hljóðið vera þungt í sínu fólki. Það sé ennþá að átta sig á stöðunni. Hún segir bæjarbúa undrandi á þessari ráðstöfun og þeir spyrji hvernig hægt sé að skera meira niður á stofnun sem búið hafi við fjársvelti mörg undanfarin ár.  Fólk spyrji hvort þetta sé ásættanlegt í sveitarfélagi þar sem búa tæplega 3000 manns.

Bæjarráð Grindavíkur fjallaði um málið á fundi sínum í gær þar sem þessi niðurskurður var gagnrýndur harðlega.

Eins og VF greindi frá fyrir skemmstu bendir allt til þess að Sandgerðingar muni ekki njóta neinnar heilsugæsluþjónunstu í sínu sveitarfélagi þar sem heilsugæslusvið HSS ákvað að leggja hana niður þar vegna niðurskurðar. Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa nú falið lögfræðingi að kanna rétt sveitarfélagsins, sem beið með fullinnréttaða aðstöðu upp á 20 milljónir króna í Vörðunni, þar sem heilsugæslan átti að vera samkvæmt samkomulagi þar um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024