Heilsuefling og skólalíf í blaði vikunnar
Víkurfréttir eru komnar út. Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan en prentuð útgáfa blaðsins verður komin á alla okkar dreifingarstaði um hádegi á morgun, miðvikudag.
Á haustmánuðum árið 2016 var ákveðið af Reykjanesbæ af fara af stað með verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ – Leið að farsælum efri árum. Hera Einarsdóttir, sérfræðingur á velferðarsviði og Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur sáu um mótun á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ.“ Fjallað er ítarlega um verkefnið í Víkurfréttum í þessari viku.
Við heimsækjum sjötugan Myllubakkaskóla sem stendur á sérstökum tímamótum á afmælisárinu, en skólastarfinu hefur verið flutt í húsnæði víða um bæinn vegna myglu sem kom upp í skólahúsnæðinu við Sólvallagötu. Við segjum einnig frá Sísköpunarspretti grunnskólanna í Reykjanesbæ. Því verkefni gerum við einnig skil í Suðurnesjamagasíni vikunnar.
Rætt er við Sólborgu Guðbrandsdóttur, sem kemur fram undir listamannsnafninu Suncity í Söngvakeppninni næsta laugardagskvöld.
Fastir liðir eins og FS-ingur vikunnar, Ung vikunnar, aflafréttir, lokaorð og glæsilegar myndir Jóns Steinars eru á sínum stað.
Á íþróttasíðum eru svipmyndir frá knattspyrnumóti þar sem 820 stelpur komu saman í Nettóhöllinni á Goo Silica-móti Keflavíkur.