Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsuávísunin er sveitarstjórninni alveg óviðkomandi
Umrædd ávísun upp á 25.000 krónur sem eldri borgarar í Vogum fengu.
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 06:20

Heilsuávísunin er sveitarstjórninni alveg óviðkomandi

- Framboðslisti sendi eldri borgurum 25.000 króna ávísun á stryrk til heilsueflingar

E-listinn í Sveitarfélaginu Vogum sendi öllum eldri borgurum í sveitarfélaginu ávísanir að upphæð 25.000 krónur í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Ávísunun er dagsett fram í tímann og er útgáfudagur hennar 1. janúar 2019 og útgefin af E-listanum. „Við viljum efla heilsubæinn Voga og færum því öllum eldri borgurum þessa ávísun fyrir heilsueflingarstyrk sem þú getur nýtt þegar þú kaupir þér hvers konar hreyfingu sls. líkamsræktarkort, árgjald í golf, jóga eða annað í þeim dúr,“ segir í texta undir ávísuninni.
 
„Heilsuávísuninni var dreift af framboði E-listans, og er því sveitarstjórninni alveg óviðkomandi. Ekkert hefur verið fjallað um málið á vettvangi bæjarstjórnar, enda ný bæjarstjórn ekki enn komið saman,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í skriflegu svari við fyrirspurn Víkurfrétta um ávísunina.
 
Það er óhætt að segja að E-listinn hafi tekið stóran séns í kosningabaráttunni með því að senda út 25.000 króna ávísanir fyrir heilsueflingarstyrk á alla eldri borgara í sveitarfélaginu. Samkvæmt ávísuninni er ekki tekið fram að ávísunina þurfi að nota í sveitarfélaginu. Þeir sem taka við ávísuninni frá og með 1. janúar á næsta ári hafa ekki aðrar upplýsingar en að hún sé gefin út af E-listanum sem þá hljóti að endurgreiða þjónustusala upphæðina.
 
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri gerir hins vegar ráð fyrir að meirihlutinn, sem E-listinn skipar, muni hrinda þessu máli í framkvæmd, nú þegar ný bæjarstjórn tekur til starfa, án þess þó að vita nánar um það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024