Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. janúar 2001 kl. 16:56

Heilsuátak VSFK og Studíó Huldu

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Studíó Huldu hafa gert með sér saming um heilsuátak félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.Félagsmenn fá 27% afslátt á árs- og hálfsárskortum frá gildandi gjaldskrá í Studíó Huldu gegn framvísun félagsskírteinis í VSFK árið 2001.
Forráðamenn VSFK og Studíó Huldu undirrituðu samninginn í húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar í dag. Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins sagði að 2600 félagar gætu nýtt sér þetta góða tilboð en félagar í VSFK spara sér um 9800 kr. við kaup á árskorti í Studeo Huldu. „Þetta er ákall og hvatning til félagsmanna um að gera góða hluti fyrir sjálfan sig á nýrri öld“, sagði Kristján.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024