Heilsuátak á afmælisdegi Heiðarsels
Leikskólinn Heiðarsel hélt í dag upp á 14 ára afmæli sitt. Á þeim tímamótum þótti tilvalið að taka formlega við titlinum Heilsuleikskóli. Markmiðið með því átaki er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi.
Um er að ræða átak sem hófst fyrir nokkru og vinna þrír aðrir leikskólar eftir þessum markmiðum, þ.á.m. leikskólinn Krókur í Grindavík. Starfsfólk Heiðarsels hefur kynnt sér Heilsustefnuna síðastliðið ár og hefur unnið eftir henni síðan um miðjan síðasta mánuð.
Nú fara öll börn skólans í skipulagða hreyfingu í sal og listsköpun 1-2 sinnum í viku og segir Kolbrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri, að börnin séu mjög áhugasöm. „Við hér í Leikskólanum Heiðarseli erum stolt af því að hafa valið þessa leið í starfi með börnunum og lagt okkar af mörkum til heilsueflingar í skólum.“
Mikið fjör var hjá krökkunum sem sungu afmælissönginn fyrir skólann sinn og fengu allir að lokum Sólskinsdrykk og samlokur.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Krakkarnir syngja afmælissönginnn fyir skólann sinn
Um er að ræða átak sem hófst fyrir nokkru og vinna þrír aðrir leikskólar eftir þessum markmiðum, þ.á.m. leikskólinn Krókur í Grindavík. Starfsfólk Heiðarsels hefur kynnt sér Heilsustefnuna síðastliðið ár og hefur unnið eftir henni síðan um miðjan síðasta mánuð.
Nú fara öll börn skólans í skipulagða hreyfingu í sal og listsköpun 1-2 sinnum í viku og segir Kolbrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri, að börnin séu mjög áhugasöm. „Við hér í Leikskólanum Heiðarseli erum stolt af því að hafa valið þessa leið í starfi með börnunum og lagt okkar af mörkum til heilsueflingar í skólum.“
Mikið fjör var hjá krökkunum sem sungu afmælissönginn fyrir skólann sinn og fengu allir að lokum Sólskinsdrykk og samlokur.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Krakkarnir syngja afmælissönginnn fyir skólann sinn