Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:43

HEILINN EFTIR HEIMA

Ungur Reykvíkingur var stöðvaður á Reykjanesbraut af lögreglunni í Keflavík kl. 04:48 síðastliðinn sunnudagsmorgunn eftir að hafa verið mældur á 187 km/klst hraða á Strandaheiði. Ökumaður var færður á lögreglustöð í Keflavík og þar sviptur ökuréttindum tímabundið. Ökuskilyrði voru slæm, blautur vegur og talsverð umferð, sem gerðu það að verkum að ekkert hefði mátt út af bera til að settur yrði upp kross til minningar um ökuferðina. Ökumaðurinn, sem ætti reglum skv. að missa ökuréttindin í 6 mánuði og greiða sekt að upphæð 50 þúsund krónur, og farþegarnir fjórir hljóta að hafa skilið mikilvægasta líffærið eftir heima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024