Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heildarvelta fasteignaviðskipta á Suðurnesjum 770 milljónir á viku
Föstudagur 1. júlí 2016 kl. 14:00

Heildarvelta fasteignaviðskipta á Suðurnesjum 770 milljónir á viku

- Meðalupphæð á samning 40,6 milljónir

Á Suðurnesjum var 19 kaupsamningum þinglýst vikuna 17. til 23. júní. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli, níu um eignir í sérbýli og fimm samningar um annars konar eignir. Heildarvelta fasteignaviðskipta á Suðurnesjum þessa viku var 770 milljónir og meðalupphæð á samning 40,6 milljónir. Það er óvenju mikið því meðaltal síðastliðinna vikna á Suðurnesjum var 31,1 milljón. Til samanburðar var meðalupphæð á samning á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku 40,8 milljónir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024