Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heildartekjur FLE 6,4 milljarðar
Þriðjudagur 1. júlí 2008 kl. 09:35

Heildartekjur FLE 6,4 milljarðar

Heildartekjur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.  6,4 milljarðar króna á síðasta ári sem er 336 milljónum krónum minna en árið 2006, sem er 5% lækkun milli ára.
Starfsemi FLE skilaði 1.407 milljóna króna rekstrarhagnaði eftir skatta árið 2007.
Gengishagnaður ársins 2007 nam 432 milljónum króna samanborið við 1.412 milljóna króna gengistap árið 2006.
Á árinu 2007 var fjárfest fyrir 2,8 milljarða króna en félagið hóf á árinu 2004 umfangsmiklar framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar.
Farþegum fjölgaði um liðlega 8% á árinu 2007 frá fyrra ári eða úr rúmlega 2.019 þúsundum í rúmlega 2.182 þúsund farþega.
Þetta kom fram á aðalfundi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir helgi.

Samþykkt var á aðalfundi FLE ohf. að félagið myndi greiða eigenda sínum, íslenska ríkinu, 250 milljónir króna í arð vegna rekstrarársins 2007. Félagið hefur þar með greitt alls 1.750 milljónir króna í arð í ríkissjóð frá því það var stofnað. 

Á árinu 2007 var fjárfest fyrir 2,8 milljarða króna en heildarfjárfestingin nemur nær tólf milljörðum króna á árunum 2004-2007

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um liðlega 8% á árinu 2007 frá fyrra ári eða úr rúmlega 2.019 þúsund farþegum í rúmlega 2.182 þúsund farþega. Í spá félagsins er gert ráð fyrir 4% fjölgun farþega árið 2008 en í ljósi hækkandi olíuverðs, og vísbendinga um samdrátt í farþegaflugi síðar á þessu ári, er líklegt að farþegum muni fjölga hægar en ella, segir í ársskýrslu FLE.


VF-mynd: Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024