Heildarframkvæmdin verði metin sameiginlega
Landvernd beinir því til Skipulagsstofnunar að hún noti heimildir sínar og taki ákvörðun um að umhverfisáhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar í Helguvík í verði metin sameiginlega þannig að heildstæð mynd fáist af áformunum. Sem kunnugt hefur fyrirtækið Icelandic Silicon Corporation uppi áform um að reisa slíka verksmiðju í Helguvík.
Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landverndar er orkuþörf verksmiðjunnar um 660 GWst á ári en það samsvarar virkjun með u.þ.b. 100 MW uppsettu afli. Landvernd setur spurningamerki við það hvort svigrúm til þessarar orkuvinnslu sé fyrir hendi en það ráðist að verulegu leyti af framvindu annarra stóriðjuáforma
Að mati Landverndar er afar mikilvægt að framkvæmdir af þessu tagi séu skoðaðar með heildstæðum hætti. Ekki sé hægt að útiloka að tengdar framkvæmdir, þ.e. orkuöflun og orkuflutningar, muni valda umtalsverðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum og jafnvel meiri áhrifum en kísilverksmiðjan sjálf, segir í umsögn Landverndar.
Landvernd beinir því til Skipulagsstofnunar að hún noti heimild sína og ákvarði að umhverfisáhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega þannig að heildstæð mynd fáist af áfornunum. Bent er á heimild Skipulagsstofnunar til þess að taka ákvörðun af þessu tagi í 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum en þar segir:
„Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“
Mynd: Horft yfir Helguvík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.
Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landverndar er orkuþörf verksmiðjunnar um 660 GWst á ári en það samsvarar virkjun með u.þ.b. 100 MW uppsettu afli. Landvernd setur spurningamerki við það hvort svigrúm til þessarar orkuvinnslu sé fyrir hendi en það ráðist að verulegu leyti af framvindu annarra stóriðjuáforma
Að mati Landverndar er afar mikilvægt að framkvæmdir af þessu tagi séu skoðaðar með heildstæðum hætti. Ekki sé hægt að útiloka að tengdar framkvæmdir, þ.e. orkuöflun og orkuflutningar, muni valda umtalsverðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum og jafnvel meiri áhrifum en kísilverksmiðjan sjálf, segir í umsögn Landverndar.
Landvernd beinir því til Skipulagsstofnunar að hún noti heimild sína og ákvarði að umhverfisáhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega þannig að heildstæð mynd fáist af áfornunum. Bent er á heimild Skipulagsstofnunar til þess að taka ákvörðun af þessu tagi í 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum en þar segir:
„Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“
Mynd: Horft yfir Helguvík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.