Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heildarafli jókst í nóvember
Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 08:40

Heildarafli jókst í nóvember


Heildaraflinn á Suðurnesjum jókst nokkuð á milli ára í nóvember. Alls bárust 4.204 tonn á land í Suðurnesjahöfnum í nóvember síðastliðnum, samanborið við 4085 tonn í sama mánuði árið áður.
Í Grindavík bárust 2.470 tonn á land í nóvember samanborið við 2.656 árið áður. Þorskafli minnkaði úr 677 tonnum í 417 tonn. Heildaraflinn fyrstu 10 mánuði ársins er svipaður í Grindavík á milli ára, fer úr tæpu 41 þúsund tonni niður í ríflega 39 þúsund tonn.

Samdráttur var í heildaraflanum á Suðurnesjum fyrstu 10 mánuði ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs, fór úr 73.566 tonnum í 69.192 tonn.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024