HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Í FJÁRSVELTI
Á aðalfundi SSS um s.l. helgi, kom fram að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gæti ekki veitt lágmarksþjónustu miðað við núverandi rekstrarfjárveitingu. Fjölmargar úttektir á rekstrinum hafa leitt í ljós að ekki verður um frekari sparnað að ræða nema lokun deilda. Það væri óásættanlegt og þá flyttist sú þjónusta til Reykjavíkur með þeim kostnaði og óþægindum, sem því fylgir. Fundurinn hvatti til þess að framtíðarhlutverk stofnunarinnar yrði skilgreint með þjónustusamningi og að fjárveitingar á komandi fjárlögum verði í samræmi við þau verkefni sem stofnunin á að vinna.