Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rekin með 35 milljóna tekjuafgangi
Föstudagur 21. janúar 2011 kl. 10:24

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rekin með 35 milljóna tekjuafgangi

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var á árinu 2010 gert að spara um 86,5 milljónir. Það tókst og gott betur með samstilltu átaki starfsmanna því samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er 35 milljóna tekjuafgangur, sem er tæplega 2% af heildarveltu síðasta árs.


Heildarvelta ársins 2010 var 1.852 milljónir og þar af nam rekstrarframlag ríkisins 1.713 milljónum eða 92,5%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stærsti kostnaðarliðurinn var sem fyrr launakostnaður. Hann nam á árinu 1.389 milljónum, sem er um 47 milljónum lægri upphæð en árið 2009.


Annar rekstrarkostnaður nam um 407 milljónum og lækkaði um 56 milljónir frá árinu 2009.