Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) nauðbeygð til að draga úr þjónustu heilsugæslunnar
Laugardagur 5. júlí 2008 kl. 13:08

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) nauðbeygð til að draga úr þjónustu heilsugæslunnar

Vegna skorts á fjármagni til reksturs (HSS) er dregið úr þjónustu heilsugæslunnar.
Skekkja í fjárveitingum til HSS skapast af mikilli og örri íbúaaukningu á Suðurnesjum á undanförnum árum. Íbúar eru í dag 14.000 en voru 11.000 fyrir þremur árum.  HSS getur ekki lengur haldið uppi lögbundinni og tilskilinni starfsemi fyrir íbúa svæðisins og bregst við með niðurskurði á þjónustu.
Suðurnesjamenn geta ekki lengur notið hraðmóttöku á heilsugæslustöðinni og eftir 16.júlí nk. verður engin heilsugæsluvakt eftir klukkan fjögur á daginn.
Neyðarþjónustu verður sinnt af vakthafandi lækni en öðrum vísað til Reykjavíkur.
Beðið er eftir að ráðuneytið bregðist fljótt við fjárhagssöðunni og leiðrétti fjárhagsgrunn stofnunarinnar.
Myndritin sýna fjárveitingar til heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024