Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 19. júní 2001 kl. 09:55

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær viðbótarfjárframlag

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði í síðustu viku samning um árangursstjórnun við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þetta er fjórtándi samningur heilbrigðisráðuneytisins um árangursstjórnun heilbrigðisstofnana. Samhliða var skrifað undir samkomulag um lausn á fjárhagsvanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en samkvæmt því fær stofnunin viðbótarframlag vegna reksturs þessa árs, auk framlags vegna rekstrarhalla síðasta árs, samtals 81,3 milljónir króna.
Í síðarnefnda samningnum er kveðið á um ýmsar ráðstafanir til að styrkja fjármálastjórnun stofnunarinnar og til að tryggja að reksturinn verði innan fjárheimilda á árinu 2001 og þjónustan í samræmi við markmið samnings um árangurssjórnun.
Líkt og í fyrri árangursstjórnunarsamningum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og stofnunarinnar er lúta að starfssviði, verkefnum, rekstrarumfangi, söfnun upplýsinga, samskiptum, áætlanagerð og mati á árangri. Með gerð áætlana sem samningurinn kveður á um er mótuð stefna um þjónustu og rekstur til næstu ára. Sýna skal fram á árangur af starfseminni í ársskýrslu með samanburði við sett markmið.
Áætlun um ferliverk á árinu 2001 er hluti af samkomulagi um árangursstjórnun. Samkomulagið felur í sér, að litið er á ferliverk sem hluta af eðlilegri þjónustu stofnunarinnar. Stofnunin ákveður hvort þjónustan er veitt sem hluti af vinnuskyldu starfsmanna skv. ráðningarsamningi eða hvort um aðkeypta þjónustu sé að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024