Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilbrigðisráðuneytið skoðar umsókn Skurðstofu Suðurnesja
Fimmtudagur 6. maí 2010 kl. 18:51

Heilbrigðisráðuneytið skoðar umsókn Skurðstofu Suðurnesja

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú til skoðunar formlegt erindi frá fyrirtækinu Skurðstofum Suðurnesja ehf, sem barst ráðuneytinu 3. maí sl. Þar er farið fram á að leigja skurðstofu/r og ýmsa aðra þjónustu af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.


Nefnd á vegum ráðuneytisins um lækningar yfir landamæri, sem ætlað er að kanna möguleika heilbrigðisstofnana og fyrirhugaðra einkasjúkrahúsa til þess að sinna auknum verkefnum, hefur verið falið skoða erindið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hún tekur það til umfjöllunar í mati sínu á áformum sem uppi eru um frekari uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar, m.a. með tilliti til þjónustu við erlenda sjúklinga. Í því mati er einkum lögð áhersla á fýsileika og fjárhagslegar forsendur slíkra verkefna í ljósi áhrifa og afleiðinga sem þau geti haft fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi í framtíðinni, þ.m.t. á vinnumarkað heilbrigðisstarfsmanna.