Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilbrigðisráðuneytið fær sparigrís
Föstudagur 29. ágúst 2008 kl. 09:39

Heilbrigðisráðuneytið fær sparigrís



Sú hugmynd kom upp í röðum starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að biðja forstjóra stofnunarinnar að færa heilbrigðisráðuneytinu nettan sparibauk þegar hann fer þangað til fundar í dag til að ræða málefni HSS. Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, tók vel í þessa málaleitan.

Baukurinn er táknrænn á tvennu vegu, í fyrsta lagi fyrir það hvað fjárveitingar til stofnunarinnar eru skornar við nögl og hins vegar til að sýna að það sé ekki verið að biðja um mikið til að leiðrétta hag stofnunarinnar, segir Guðbjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri skólahjúkrunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjárhagur HSS hefur verið til umræðu síðan í vor þegar lá nærri að loka þyrfti fyrir læknaþjónustu eftir kl. fjögur á daginn þar sem fjárveitingar ríkisins til stofnunarinnar voru afar naumt skammtaðar. Starfsfólk HSS bindur miklar vonir við fundinn í dag og vonast til að viðunandi niðurstaða fáist í september. Hvort ráðuneytið sendi sparigrísinn til baka fullan eða hálfan skal ósagt látið.

VF-mynd/elg: Guðbjörg afhenti Sigríði sparigrísinn góða sem fer inn í ráðuneyti í dag.